Frír flutningur þegar verslað er fyrir 8.000 kr eða meira

Púðaver "Hrúturinn Lagður"

Púðaver "Hrúturinn Lagður"

. 8.500 kr
.   
með 24,0% VSK .

Púðaver með ljósmyndum úr náttúru Íslands

Verin frá Lagði eru tilvalin gjöf fyrir náttúruunnendur, eða þá sem vilja prýða heimili sitt með óvenjulegri íslenskri hönnun. Verin eru úr 100% bómull með prentaðri mynd á framhlið en með einlitu efni á bakhlið. Verin eru með rennilás, eru seld án fyllingar og koma í vönduðum gjafapakkningum. Aftan á pakkningunum er texti á íslensku og ensku um myndefni viðkomandi púða. Varan er því tilvalin sem gjöf fyrir vini eða ættingja erlendis. Prentun myndanna á púðunum er ekki einsleit og því getur verið lítils háttar litabreytileiki milli púða af sömu gerð


"Made in Iceland"

Vörurnar frá Lagði eru íslensk hönnun. Verin eru jafnframt saumuð á Íslandi og kappkostað er að nýta þjónustu innlendra aðila hvað varðar aðföng og útfærslu eins og kostur er.
Hrúturinn Lagður frá Hrísum Þingeyjarsveit.
Ljósmynd: Elín Aradóttir
Stærð: 40 x 60 cm
Texti á pakkningum á ensku og íslensku.
Bakhlið úr einlitu dökkbrúnu bómullarefni.